top of page

Stefna LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf um vernd barna í starfi fyrirtækisins (verndarstefna)

Tilgangur stefnunnar

 • Tryggja að vernd barna sé í forgangi í allri starfsemi LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf. 

 • Tryggja að allt starfsfólk og aðrir sem koma fram fyrir hönd LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf fylgi siðareglum og verklagi sem miðar að því að tryggja vernd barna.

 • Tryggja að starfsfólk og aðrir sem koma fram fyrir hönd LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf þekki siðareglur og verklag um vernd barna og geti brugðist við í þeim aðstæðum sem kunna að koma upp í vinnu þeirra fyrir LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf og tengjast vernd barna.

 

Ábyrgð

Verndarfulltrúi barna hjá LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf ber ábyrgð á endurskoðun og uppfærslu stefnunnar. Verndarfulltrúi er eigandi LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf og gefur endanlegt samþykki fyrir stefnunni og öllum breytingum eða uppfærslum á henni. Fyrirtækið LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt í allri starfisemi LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf.

 

Löggjöf, alþjóðlegir sáttmálar og viðmið

Þessi stefna tekur mið af íslenskum lögum er varða réttindi og vernd barna. Lög um barnavernd nr.80 (2002) og Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns nr. 19 (2013)

 

Lykilhugtök

 • Barn/börn

Samkvæmt skilgreiningu Barnasáttmálans eru allir einstaklingar undir 18 ára aldri flokkaðir sem börn.

 • Vernd barna

Vernd barna á hér við um beina aðkomu að starfi með börnum. Samkvæmt barnaverndarlögum skulu öll þau sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Jafnframt á vernd barna við um óbeina aðkomu LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf  að málefnum barna, svo sem myndbirtingar, viðtöl, rannsóknir og annað sem snertir söfnun og/eða birtingu á persónulegum upplýsingum um börn.

 • Verklag um vernd barna

Allir þeir ferlar og ráðstafanir sem sett eru fram með það að markmiði að stuðla að vernd barna sem tengjast verkefnum LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf. Hér er meðal annars átt við allar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem gerðar eru til að tryggja að börn verði ekki fyrir skaða í kjölfar samskipta við LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf og viðbrögð ef upp koma atvik þar sem grunur vaknar um að öryggi barns hafi verið ógnað.

 • LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf

Á við um fyrirtækið LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf og starfsfólk þess.  

 • Starfsfólk LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf

Á við um alla þá sem eru ráðnir til starfa fyrir LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf. Þetta eru

til að mynda allt launað starfsfólk,verktakar, ráðgjafar, sérfræðingar og stjórnarfólk. 

 

Verndarstefna

Börn geta verið skjólstæðingar LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf og vernd þeirra er forgangsatriði. Þetta á við um börn sem tengjast starfi LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf með beinum eða óbeinum hætti. Réttur hvers barns til að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á ákvarðanatöku skal í hávegum hafður í vinnu LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf og börn njóta alls þess stuðnings og verndar sem þörf er á í tengslum við þátttökuu þeirra. Öll meðferð persónuupplýsinga sem varða börn, svo sem söfnun, varðveisla og miðlun gagna, skal vera í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf hefur sett sér sérstaka persónuverndarstefnu - sjá hér: https://www.lettarilausnir.is/pers%C3%B3nuverndarskilm%C3%A1lar

 • Friðhelgi barns skal virt í allri miðlun persónuupplýsinga. Leitast skal við að fá samþykki barns, og eftir atvikum forsjáraðila þeirra, áður en upplýsingum er deilt, svo framarlega sem ekki er um að ræða lagaheimild, lögmæta hagsmuni barnsins eða aðra þætti þar sem skyldan til að vernda börn er yfirsterkari rétti þeirra til einkalífs.

 • LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf  hafnar hvers kyns fordómum og mismunun. Fyrirtækið stuðlar að jafnræði og valdeflingu barna í öllum sínum störfum og hefur það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns mismunun á grundvelli aldurs, þjóðernis, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kynvitundar, kynhneigðar, trúar, skoðana, líkamlegri eða andlegri getu, efnahag, eða öðrum aðstæðum.

 • Innan LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf er stuðlað að öruggu starfsumhverfi. Starfsfólki LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf  sem vinnur með börnum ber að sitja námskeið um vernd barna, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, merkingabæra þáttöku barna og réttindafræðslu í framkvæmd á vegum UNICEF og skila inn viðeigandi skjali til verndarfulltrúa LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf því til staðfestingar og varðveislu. 

 • Starfsfólk LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf, eða aðrir sem koma fram fyrir hönd fyrirtækisins, bera ábyrgð á að bregðast við gruni eða áhyggjum sem upp koma varðandi öryggi barns.

 • Starfsfólk LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf sem vinnur með börnum skulu framvísa sakavottorði til verndarfulltrúa, ef þess er krafist, og hljóta þjálfun í verklagi um vernd barna í samræmi við hlutverk þeirra og ábyrgð.

 • Allar tilkynningar er varða vernd barna hjá LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf skulu settar í skýran forgang og sinnt án tafar, í samræmi við verklag um vernd barna (sjá mynd hér fyrir neðan).

 

 • Starfsfólk og öll þau sem koma fram fyrir hönd LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf skulu fylgja siðareglum og verndarstefnu LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf. Brot á siðareglum og verndarstefnu, eða hegðun sem getur leitt afsér skaða fyrir barn, sætir viðurlögum í samræmi við brotið. Þannig getur einstaklingum verið meinað um að koma fram fyrir hönd LL- samskipta og fjölskylduráðgjafar ehf og starfsfólki gæti verið vikið frá störfum og brot tilkynnt til yfirvalda.

 

Endurskoðun og uppfærsla stefnunnar

Þessi stefna var fyrst samþykkt af stjórn LL- samskiptum og fjölskylduráðgjafar ehf 15.09. 2022.

Endurskoða skal stefnuna eftir eitt ár til að byrja með og þar eftir á tveggja ára fresti. Samþykkja skal uppfærða útgáfu stefnunnar í kjölfar hverrar endurskoðunar. Verndarfulltrúi barna hjá LL- samskipti og fjölskylduráðgjöf ehf annast endurskoðun stefnunnar.

Verndarstefna ll.JPG
bottom of page