

LÉTTARI LAUSNIR
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf sérhæfa sig í að veita faglega þjónustu á sviði velferðar og menntunar. Sérstaklega er boðið upp á fjarþjónustu.
Í boðið eru einstaklings-, para- og fjölskylduviðtöl, stuðningur, ráðgjöf og fræðsla.
Til okkar leita einstaklingar, fjölskyldur auk stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka.
Ertu að leita
að lausnum?
Fáðu hjálp við að leita lausna, skilja samhengi, næra samskiptin eða ná náttum aftur í lífinu eftir breytingar.
Hafa áföll
dunið yfir?
Fáðu styrk og stuðning til að takast á við persónuleg áföll, eins og t.d. atvinnuleysi, veikindi, samskiptaerfiðleika, trúnaðarbrest/framhjáhald maka
o.fl.
Nám og stafræn námstækni
Ertu að fresta náminu og vantar hvatningu? Veistu ekki hvar þú átt að byrja, eða hvað þig langar að læra?
Eru samskiptin erfið við einhvern?
Stundum eru samskiptin erfiðust við okkur sjálf í haunum þegar okkur líður illa. Fáðu lánuð ný gleraugu með lausnum!
Hvað er ?
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf er í eigu Sigríðar Ástu Hauksdóttur, fjölskyldufræðings/náms- og starfsráðgjafa, kennara, sáttamiðlara og markþjálfa.
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir sína þjónustuþega. Einnig er hægt að panta tíma í viðtal á stofu á Akureyri, Furuvöllum 7, 2. hæð. Fyrir nánar upplýsingar: sigridur@lettarilausnir.is.


Fjölskylduráðgjöf
Markmiðið er alltaf að vinna með samskipti á einn eða anna hátt, leita lausna, skoða tengsl, bæta eitthvað og setja nýja stefnu.
Fjölskylduráðgjöf er fyrir alla sem vilja styrkja og næra samskipti og tengslin við sjálfa sig og/eða sína nánustu.
Fjölskylduráðgjöf miðar að því að leita lausna, skilja samhengi og sjá tilgang og tækifæri í breyttum aðstæðum. T.d. við skilnað, veikindi, í tilfinningalegum kreppum, við missi, í sorg, atvinnuleysi og streitu o.frv.
Sérhæfing Léttari lausna er á sviðum
-
Áfallamiðaðrar nálgunar í meðferðar- og ráðgjafavinnu þar sem m.a. er
unnið er með:
-
Samskiptavanda
-
Meðvirkni, óheilbrigð samskipti og ofbeldi
-
Tengsla - og samskiptavanda í fjölskyldum
-
Sjálfskaðahegðun og áföll
-
Sorg og lífskreppur
-
Sjálfsmynd og sjálfsstyrk
Sérhæfing í meðferð og ráðgjöf:
-
Samvinnu eftir skilnað - SES-PRO skilnaðarráðgjöf
-
Meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody - MÁMP meðferðaraðili
Náms- og starfsráðgjöf
Allir geta lært - það þarf bara að finna leiðir!
-
Öll almenn náms- og starfsráðgjöf með áherslu á elsta stig grunnskóla og framhaldsskólastigið.
-
Markmiðasetning, námskvíði, skólaforðun, námserfiðleikar, brothættir nemendur og ungmenni heima án vinnu eða ekki í námi, frestunarárátta.
-
Sérhæfing í stafrænni námstækni og fjarkennslu. Gagnleg öpp og stafrænt skipulag.
-
Ráðgjöf/fræðsla til menntastofnana um stafrænar lausnir í náms- og starfsfræðslu.


Sérfræðiþjónusta velferð og menntun
Fyrir stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og félagsþjónustur sveitafélaga.
Til að fá nánari upplýsingar hafið samaband við: sigridur@lettarilausnir.is
Hver er ?

Sigríður Ásta Hauksdóttir
Er lífsreynslubolti og friðsæl sál. Foreldri, ástvinur, fjölskyldufræðingur MA, náms- og starfsráðgjafi, kennari, sáttamiðlari og markþjálfi.
Lífsmóttó: "Þeir tveir staðir sem þú þarft að halda hreinum, eru hausinn og hjartað!"
Ofurhæfileikar: að vinna færsællega með mögulegar og ómögulegar aðstæður.
Hugmyndafræði: Geng út frá að þjónustþegi er sinn "eigin sérfræðingur" og saman leitum við leiða til að breyta og bæta.
Trúi því að virk og opin samskipti séu einn af hornsteinum hamingjunnar og velferðar hvers einstaklings í lífi, námi og starfi.

Hvar er ?
-
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf bjóða upp á staðviðtöl og fjarviðtöl og nýta til þess Köruconnect, sem heldur utan um tímabókanir og fjarþjónustu okkar og fjarviðtöl.
-
Karaconnect er GDPR vottað fjarþjónustukerfi sem tengir okkur saman!
-
Karaconnect er þannig öruggur staður fyrir þjónustu fagaðila á netinu.
-
Alveg sama hvar þú ert stödd/staddur í heiminum.
-
Þú kemur í viðtal/þjónustu hvar sem þú ert!
-
Þú getur verið heima hjá þér eða í vinnunni. Allt á þínum forsendum.