Velkomin/n/ið á heimasíðuna mína! ekki hika við að senda mér póst
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf er í eigu Sigríðar Ástu Hauksdóttur, fjölskyldufræðings/náms- og starfsráðgjafa, og kennara.
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir sína þjónustuþega. Einnig er hægt að panta tíma í viðtal á stofu á Akureyri, Hafnarstræti 97. 6. hæð. Fyrir nánar upplýsingar: sigridur@lettarilausnir.is.
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf bjóða upp á; fjölskylduráðgjöf, fræðslu, náms- og starfsráðgjöf auk verktöku fyrir menntastofnanir, félagssamtök, stofnanir, fyrirtæki og félagsþjónustur sveitafélaga.
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf starfa samkvæmt gagnreyndum aðferðum og siðareglum.
Léttari lausnir - samskipti & fjölskylduráðgjöf bjóða upp á staðviðtöl á stofu sem staðsett er á Akureyri, Hafnarstræti 97, 6.hæð.
Einnig bjóðum við upp á fjarviðtöl og nýtum til þess Köruconnect, sem heldur utan um tímabókanir, fjarþjónustu og fjarviðtöl.
Karaconnect er GDPR vottað fjarþjónustukerfi sem tengir okkur saman!
Karaconnect er þannig öruggur staður fyrir þjónustu fagaðila á netinu.
Hægt er að koma í viðtal og fá þjónustu óháð staðsetningu í heiminum!
Ég er lífsreynslubolti með friðsæla sál – nema þegar ég er svöng. Þá er ég bara bolti. Auk þess er ég foreldri, tengdaforeldri, maki, dóttir, systir, vinkona, frænka, samstarfsfélagi og ótal margt annað.
Með margfalda gráðu í lífsreynslu og sérhæfingu í því að sigla í gegnum allt frá tilfinningaflóðum og samskiptasprengjum yfir í stefnumótunarþoku, skipulagskaos og Excel-hrun – oft með kaffibolla ☕ í annarri og skyndiplan í hinni.
📚 Menntun & sérhæfing
BA í sálfræði (lærði af hverju heilinn ruglast 🧠)
MA í fjölskyldumeðferð (lærði hvernig við ruglumst öll saman 👨👩👧👦)
Kennsluréttindi (lærði að útskýra ruglið 📖)
Leyfisbréf í náms- og starfsráðgjöf (lærði að finna leiðir úr ruglinu 🛤️)
Grunn- og framhaldsnám í markþjálfun og sáttamiðlun (lærði að leiða fólk í gegnum ruglið og yfir í raunverulegar lausnir 🎯)
💡 Lífsmottó:
"Þeir tveir staðir sem þú þarft að halda hreinum, eru hausinn 🧠 og hjartað ❤️!" (…en hreinn eldhúsbekkur hjálpar líka.)
🚀 Ofurhæfileikar:
Að vinna farsællega með bæði mögulegar og ómögulegar aðstæður (og finna alltaf lausn – jafnvel þegar kaffi er búið! ☕😱)
🔍 Hugmyndafræði:
Ég trúi því að þjónustuþeginn sé sinn eigin sérfræðingur – saman finnum við leiðir til að breyta og bæta. Opin og virk samskipti eru hornsteinn hamingju og velferðar, hvort sem er í lífi, námi eða starfi. (Það og smá húmor. 😆)
👥 Aðild & fagfélög:
Félagi í Fjölskyldufræðingafélagi Íslands – félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð.