Velkomin/n/ið á heimasíðuna mína! ekki hika við að senda mér póst
Karaconnect er GDPR vottað fjarþjónustukerfi sem virkar í öllum tækjum og tengir okkur þannig saman!
Karaconnect er þannig öruggur staður fyrir þjónustu fagaðila á netinu.
Alveg sama hvar þú ert stödd/staddur í heiminum. Þú kemur í viðtal/þjónustu hvar sem þú ert!
Þú getur verið heima hjá þér eða í vinnunni. Allt á þínum forsendum.
Já það er hægt, Léttari lausnir bjóða upp á staðviðtöl á Akureyri.
Við erum staðsett á Hafnarstræti 97, 6. hæð, hægt er að bóka tíma með því að senda tölvupóst á sigridur@lettarilausnir.is.
Þú þarft tölvu eða snjalltæki með nettengingu.
Gott er að hafa rafræn skilríki í síma - þó ekki skylda.
Gott er að nota heyrnatól.
Svæði/herbergi þar sem þú verður ekki fyrir truflun meðan á viðtali stendur.
Mælum með að mæta minnst 10 mín fyrir byrjun tímans sem þú átt til að athuga hvort tæknin er ekki örugglega í lagi :)
Hvert viðtal er 50 mínútur og kostar viðtalstíminn 18.000 kr. eða samkvæmt tímagjaldi ef um lengri viðtöl er að ræða.
Reikningur sendist í heimabanka (greiðslugjald 450 kr).
Sér gjaldskrá er fyrir aðra aðila s.s. barnaverndanefndir, félagsþjónustur, stofnanir og félagasamtök o.frv.
Vinsamlegast leitið upplýsinga í tölvupósti til að kanna verðskrá.
Karaconnect fylgir ýtrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga. Öll samskipti sem fara fram í Köruconnect eru dulkóðuð með öruggum hætti.
Karaconnect starfar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Nettengt tæki eins og tölvu (við mælum með að nota Crome vafra).
Einnig er hægt að hlaða niður Köruappinu sem virkar í síma eða snjalltæki.
Rafræn skilríki (í síma).